Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

14/1998

Reglugerð um innheimtu markaðsgjalds á árinu 1998.

1. gr.

                Markaðsgjald sem lagt er á veltu atvinnufyrirtækja, eins og hún er skilgreind í 11. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga, skal greitt á tíu gjalddögum á árinu 1998. Er gjalddagi fyrsti dagur hvers mánaðar nema mánuðina janúar og júlí.

2. gr.

                Þar til álagning ársins 1998 liggur fyrir skal hver gjaldandi greiða fyrirfram upp í álagningu ársins. Fyrirframgreiðslan skal nema á hverjum gjalddaga 8% af álögðu markaðsgjaldi á árinu 1997.

3. gr.

                Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun á markaðsgjaldi sem honum hefur verið gert að greiða fram að álagningu 1998 skv. 2. gr., ef sýnt er fram á að markaðsgjald muni lækka um a.m.k. 25% milli ára að teknu tilliti til lægra gjaldhlutfalls.

                Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra er úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar.

4. gr.

                Um greiðslur markaðsgjalds á árinu 1998 fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum XIII. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

5. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 2. janúar 1998.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Ragnheiður Snorradóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica