Í stað "7%" í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 5,5%.
Við reglugerðina bætist eitt nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu nema 90% af fjárhæð vaxtabóta reiknaðra samkvæmt 10. og 11. gr. reglugerðar þessarar.
Reglugerð þessi er sett með stoð í B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingu, og öðlast þegar gildi. Ákvæði 1. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu vaxtabóta vegna vaxtagjalda ársins 2004 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2005.