Fjármálaráðuneyti

786/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 63/1994, um frjálsa skráningu vegna fólksflutninga á milli landa. - Brottfallin

786/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 63/1994,
um frjálsa skráningu vegna fólksflutninga á milli landa.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Þeir sem í atvinnuskyni hafa með höndum reglubundna fólksflutninga milli landa geta sótt um frjálsa skráningu til skattstjóra. Heimild til skráningar samkvæmt reglugerð þessari nær til flugfélaga, skipafélaga og annarra sem halda uppi reglubundnum fólksflutningum á milli landa. Með reglubundnum fólksflutningum er átt við flug og siglingar með farþega gegn gjaldi samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun um fastar og tíðar ferðir.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 23. október 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Elmar Hallgríms.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica