Erlend sendiráð og sendierindrekar (diplomatic agents) skulu fá endurgreitt almennt og sérstakt vörugjald af bensíni vegna bifreiða í þeirra eigu.
Til þess að hljóta endurgreiðslu skv. 1. gr. verður bifreið að vera á sérstökum skráningarmerkjum fyrir ökutæki erlendra sendiráða og erlendra sendiráðsmanna, sbr. 20. gr. reglugerðar nr. 78/1997, um skráningu ökutækja, með síðari breytingum.
Umsókn um endurgreiðslu skal beina til utanríkisráðuneytisins og fylgi umsókn frumrit af þeim reikningum sem endurgreiðslubeiðni er byggð á. Eftir að utanríkisráðuneytið hefur gengið úr skugga um að í hlut eigi aðilar er undir reglurnar falla sendir það fjármálaráðuneytinu endurgreiðslubeiðni ásamt þeim reikningum er umsókn fylgja. Að lokinni endurskoðun sendir fjármálaráðuneytið reikninga til viðkomandi sendiráðs með áritun um endurgreiðslu en sendir endurgreiðslubeiðni til ríkisféhirðis til afgreiðslu.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 6. og 148. gr. tollalaga, nr. 55/1987, með áorðnum breytingum, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, og 28. gr. laga nr. 29/1993 og öðlast gildi þegar í stað.