Fjármálaráðuneyti

805/2002

Reglugerð um breyting á reglugerð, nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum.

1. gr.

3. tölul. 2. mgr. 14. gr. orðast svo:
Bifreið skal að jafnaði leigð út til þriggja vikna eða skemur vegna tímabundinna þarfa leigutaka, svo sem vegna ferðalaga eða tímabundins afnotamissis eigin bifreiðar. Leigutími skal aldrei vera lengri en 30 dagar. Bílaleigu er óheimilt að gera leigusamning við sama leigutaka, einstakling eða lögaðila, eða aðila tengdan honum, innan 45 daga frá því að fyrri leigusamningur rennur út, hvort sem um sömu bifreið eða aðra bifreið er að ræða.


2. gr.

2. mgr. 20. gr. orðast svo:
Ef um er að ræða lækkun til bílaleigu, sbr. 14. gr., skal tollstjóri, hafi rétthafi brotið gegn skilyrðum 3. tölul. 14. gr., innheimta ógreitt vörugjald ásamt 50% álagi. Hafi rétthafi brotið gróflega eða ítrekað gegn skilyrðum 14. gr. fyrir lækkun skal innheimta ógreitt vörugjald ásamt 50% álagi og jafnframt svipta hina brotlegu bílaleigu rétti til lækkunar vörugjalds skv. 14. gr. í þrjú ár. Lögveð tekur ekki til álags samkvæmt þessari málsgrein.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. tölul. 5. gr. og 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 15. nóvember 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Jóna Björk Guðnadóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica