Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Stofnreglugerð

314/2002

Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á kartöfluflögum frá Noregi.

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar fjármálaráðherra tollkvóta skv. sérstökum samningi milli Íslands og Noregs, dags. 22. mars 2000, um viðskipti milli landanna og á grundvelli 6. gr. B í tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum, og í samræmi við tillögur nefndar skv. 75. gr. laga nr. 99/1993. Reglugerð þessi gildir um innflutning á kartöfluflögum frá Noregi og með upprunavottorð þaðan.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
Úr tollnúmeri: kg % kr./kg
2005.2002
2005.2003
Kartöflur:
Sneiddar eða skornar.
Nasl svo sem skífur, skrúfur, hringir, keilur, stangir o.þ.h., þó ekki úr kartöflumjöli.
01.01.02 - 31.12.02 15.000 0 0

Tímabil það sem tilgreint er miðast við tollafgreiðslu en ekki við komu flutningsfars til landsins og skal tollafgreiðslu lokið innan tímabils. Hafi vara hlotið bráðabirgðatollafgreiðslu, skal þó miða við dagsetningu hennar.

3. gr.

Tollkvóta er úthlutað skv. auglýsingu fjármálaráðuneytisins þar sem tilgreindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar. Tollkvóta er úthlutað í einu lagi.Úthlutun er ekki framseljanleg.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur hverju sinni, skal láta hlutkesti ráða úthlutun tollkvóta vörunnar.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 6. mgr. 6. gr. B tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2002.

Fjármálaráðuneytinu, 18. apríl 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Jóna Björk Guðnadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.