Fjármálaráðuneyti

949/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 526/2000, um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins, sbr. reglugerð nr. 791/2000, um breytingu á henni. - Brottfallin

949/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 526/2000, um tollmeðferð vara sem ferðamenn
og farmenn hafa með sér við komu til landsins, sbr. reglugerð nr. 791/2000,
um breytingu á henni.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 6. gr. reglugerðarinnar:
a. Orðin: "skv. 2. mgr." í 1. mgr. falla brott.
b. 2. mgr. fellur brott.


2. gr.

Í stað orðanna "10. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi" í 1. málsl. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: 12. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 12. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2002.


Fjármálaráðuneytinu, 17. desember 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Páll Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica