Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

557/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 237/1998 um ríkisábyrgðir, Ríkisábyrgðasjóð og endurlán ríkisins.

1. gr.

17. gr. orðast svo:
Ábyrgðargjald skv. 6. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir nemur 0,0625% á ársfjórðungi af höfuðstól gjaldskyldra skuldbindinga eins og hann er að meðaltali á hverju gjaldtímabili, sbr. 8. gr. laganna. Gjaldið rennur í ríkissjóð.

2. gr.

18. gr. orðast svo:
Undanþegnar gjaldskyldu ábyrgðargjalds skv. 6. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir eru eftirtaldar skuldbindingar og stofnanir:

1. Skuldbindingar sem áhættugjald hefur verið greitt af við afgreiðslu láns eða ábyrgðar.
2. Skuldbindingar vegna innstæðna á innlánsreikningum í innlánsstofnunum.
3. Skuldbindingar vegna útflutningsábyrgða með ríkisábyrgð.
4. Eftirlauna- og lífeyrisskuldbindingar.
5. Almennar viðskiptaskuldir, þ.e. skuldbindingar þar sem ekki liggur fyrir skuldarviðurkenning í formi lánssamnings, útgefins skuldabréfs eða víxils.
6. Seðlabanki Íslands er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds.
7. Íbúðalánasjóður er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds.
8. Lánasjóður íslenskra námsmanna er undanþeginn greiðslu ábyrgðargjalds.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 2. júlí 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Maríanna Jónasdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.