Fjármálaráðuneyti

513/2001

Reglugerð um viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup. - Brottfallin

513/2001

REGLUGERÐ
um viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska
efnahagssvæðinu og samkvæmt samningi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup.

1. gr.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 1. mgr. 56. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup skulu vera sem hér segir:

IKR
Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:
- Vörukaup
11.024.597
- Þjónusta
15.827.204
- Verkframkvæmdir
396.680.000
Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:
- Vörukaup
15.827.204
- Þjónusta
15.827.204
- Verkframkvæmdir
396.680.000


Viðmiðunarfjárhæð vegna kynningarauglýsingar á Evrópska efnahagssvæðinu vegna áætlaðra kaupa á einu ári er 59.352.015 IKR.


2. gr.
Viðmiðunarfjárhæðir 1. gr. gilda einnig um útboðsskyldu vegna innkaupa samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup sem Ísland er aðili að.


3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 8. gr. og 56. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup og tekur þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 21. júní 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Guðmundur Ólason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica