Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

792/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Vörugjald skal falla niður af ökutækjum sem flutt eru inn til starfsemi björgunarsveita, að því tilskildu að fyrir liggi staðfesting samstarfsnefndar um endurgreiðslu aðflutningsgjalda á að hún hafi yfirfarið og fallist á beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda. Niðurfellingin nær einnig til vörugjalds sem stofnast vegna aðvinnslu ökutækis hér á landi.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 19. gr. reglugerðarinnar:

1. Við 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Niðurfelling samkvæmt þessum tölulið nær einnig til ökutækja sem skráð eru á eignarleigu vegna eignarleigusamnings við aðila sem ákvæðið nær til.
2. Á undan orðunum "2. tölul. 1. mgr." í 2. mgr. bætist: 3. málsl. 1. tölul. og
3. Á undan orðunum "2.-7. tölul. 1. mgr." í 3. mgr. bætist: 3. málsl. 1. tölul. eða.

3. gr.

Á eftir orðunum "14.-17. gr." í 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar bætist: , 3. málsl. 1. tölul.

4. gr.

21. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Umsókn um lækkun eða niðurfellingu vörugjalds samkvæmt þessum kafla skal beint til tollstjórans í Reykjavík og annast hann jafnframt framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar, þ.m.t. tilkynningar til skráningaraðila, sbr. 4. mgr.

Aðili sem nýtur lækkunar eða niðurfellingar vörugjalds skv. 14.-17. gr. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr. skal undirrita yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann skuldbindi sig til að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru í fyrrgreindum ákvæðum um nýtingu ökutækis o.fl. Skulu skilyrði þessi tilgreind í yfirlýsingunni. Jafnframt skal tilgreint um skyldu til greiðslu ógreidds vörugjalds verði brotið gegn fyrrgreindum skilyrðum og um að lögveð sé í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. Sé skráður eigandi ökutækis eignarleiga skal hún jafnframt staðfesta vitneskju um fyrrgreind skilyrði og lögveð vegna vangoldins vörugjalds ef skilyrði eru ekki uppfyllt.

Eignarleigufyrirtæki sem hyggst nýta rétt til niðurfellingar vörugjalds skv. 3. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 19. gr. skal afhenda tollstjóra undirritaða yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé kunnugt um skilyrði þessarar reglugerðar um nýtingu ökutækis, sbr. 2. mgr. 19. gr., svo og skyldu fyrirtækisins til greiðslu á hluta eftirgefins vörugjalds verði ökutækið tekið til annarra nota, sbr. 22. gr.

Tilgreina skal í ökutækjaskrá ef vörugjald hefur verið lækkað eða fellt niður í samræmi við ákvæði 14.-17. gr., 3. málsl. 1. tölul. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr. Óheimilt er að umskrá ökutæki sem tilgreint hefur verið með slíkum hætti fyrr en að fenginni heimild tollstjóra.

Ekki skal lækka eða fella niður vörugjald samkvæmt þessum kafla nema sótt sé um eftirgjöf fyrir nýskráningu eða í beinum tengslum við hana.

5. gr.

Á eftir orðunum "14.-17. gr." í 1. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar bætist: , 3. málsl. 1. tölul.

6. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

II.

Heimilt er að aflétta kvöðum af vélsleðum sem nýttir eru til ferðaþjónustu og nutu lækkunar vörugjalds úr 70% í 30% á grundvelli eldri reglugerðar um vörugjald af ökutækjum, nr. 254/1993. Eigendum slíkra vélsleða er heimilt að selja þá án hlutfallslegrar endurgreiðslu eftirgefins vörugjalds, þrátt fyrir að skilyrði um tímalengd eignarhalds sé ekki uppfyllt.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 30. október 2000.

F. h. r.
Árni Kolbeinsson.

Bergþór Magnússon.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.