Fjármálaráðuneyti

110/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 41/1957, um tollheimtu og tolleftirlit, með síðari breytingum. - Brottfallin

1.gr.

            99. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

            Almennur afgreiðslutími á tollstjóraskrifstofum og í vöruhúsum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar skal ver frá kl. 08 til kl. 16 frá mánudegi til föstudags, nema um helgidag eða almenna frídag sé að ræða. Tollstjóra er heimilt að höfðu samráði við ríkistollstjóra að ákveða afgreiðslutíma innan nefndra tímamarka til samræmis við annað skrifstofuhald viðkomandi embættis eða verkefna þar eða í vörugeymslum ef þau eru eki nægileg fyrir tollstarfsmenn allan daginn.

            Almennur afgreiðslutími vegna aðkomu eða brottfarar skipa og flugvéla, sem eru í förum milli Íslands og annarra landa, skal vera frá kl. 07 til 18 mánudag til föstudags, nema um helgidag eða almennan frídag sé að ræða.

            Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. skal almennur afgreiðslutími á Keflavíkurflugvelli vera frá kl. 05 til kl. 18 alla daga vikunnar.

2.gr.

Reglugerð þess, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 145. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 13. febrúar 1997.

F.h.r.

Magnús Pétursson.

Indriði H. Þorláksson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica