1.gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Aðili, sem selur skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna ein 800.000 kr. á almanksári skal á næsta almanaksári nota það sem uppgjörstímabil. Jafnframt skulu aðilar sem eru að hefja skattskylda starfsemi nota almanaksárið sem uppgjörstímabil.
Ákvæði þetta tekur ekki til eftirtalinna aðila:
Skattstjóri skal tilkynna aðila um breytt uppgjörstímabil hafi skattskyld velta hans undanfarið almanaksár verið undir þeim mörkum sem greinir í 1. mgr.
Fari skattskyld velta aðila skv. 1. mgr. umfram þau mörk sem þar greinir skal hann á næsta gjalddaga almennra uppgjörstímabila, sbr. 1. gr., gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup skattaðila á almanaksárinu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal aðili sem hættir starfsemi gera upp mismun þess útskatts og innskatts sem fallið hefur á sölu og kaup hans á almanaksárinu á gjalddaga þess almenna uppgjörstímabils sem starfsemi lýkur.
2.gr.
Í stað orðanna "leiðréttingaruppgjör skv. 3. mgr. 3. gr." í 2. mgr. 6. gr. kemur: uppgjör skv. 4. og 5. mgr. 3. gr.
3.gr.
Í stað orðanna "3. mgr. 3.gr." í 2. mgr. 15.gr. kemur: 4. eða 5. mgr. 3. gr.
4.gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 24. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1997.
Bráðabirgðaákvæði
Aðilar sem hafa skattskylda veltu undir 800.000 kr. á almanaksárinu 1996 skulu nota ársuppgjörstímabil skv. 1. mgr. 3. gr. frá og með 1. janúar 1997.
Fjármálaráðuneytinu, 7. nóvember 1996.
F.h.r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.
Hermann Jónasson.