1. gr.
Orðin á eftir "virðisaukaskatti" í 4. málslið 5. gr. reglugerðarinnar falli brott.
2. gr.
Við 12. gr. í III. kafla reglugerðarinnar, bætist við nýr töluliður er verði 6. töluliður svohljóðandi:
Vinna við sérstök verkefni sveitarfélaga eða á ábyrgð þeirra, sem efnt er til með styrk Atvinnuleysistryggingasjóðs, til að fjölga atvinnutækifærum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/ 1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi frá og með 1. janúar 1994 og gildir til ársloka 1994.
Fjármálaráðuneyti8, 28. desember 1993.
F. h. r.
Jón H. Steingrímsson.
Margrét Gunnlaugsdóttir.