Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

548/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 248 7. júní 1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.

1. gr.

Orðin á eftir "virðisaukaskatti" í 4. málslið 5. gr. reglugerðarinnar falli brott.

2. gr.

Við 12. gr. í III. kafla reglugerðarinnar, bætist við nýr töluliður er verði 6. töluliður svohljóðandi:

Vinna við sérstök verkefni sveitarfélaga eða á ábyrgð þeirra, sem efnt er til með styrk Atvinnuleysistryggingasjóðs, til að fjölga atvinnutækifærum.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/ 1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi frá og með 1. janúar 1994 og gildir til ársloka 1994.

Fjármálaráðuneyti8, 28. desember 1993.

F. h. r.

Jón H. Steingrímsson.

Margrét Gunnlaugsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.