Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1008/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum 2017 og 2018 er ríkis­skattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kíló­metra­gjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 13. og 16. gr. reglugerðarinnar á slík eyðu­blöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um aðra skráningu, eftirlit og varðveislu eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, eftirlit og varðveislu aksturs­bókar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sér­staks kílómetragjalds 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. nóvember 2017.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Benedikt S. Benediktsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica