Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 22. maí 1987

530/1975

Reglugerð um reikningsskil innheimtumanna ríkissjóðs

1. gr.

Innheimtumenn ríkissjóðs skulu gera ríkissjóði reikningsskil mánaðarlega fyrir þeim innheimtum sem þeim er trúað fyrir.

Með innheimtumönnum ríkissjóðs er í reglugerð þessari átt við sýslumenn, bæjarfógeta, lögreglustjóra, tollstjóra, borgarfógeta, borgardómara og sakadómara, og eru þeir í reglugerðinni einu orði nefndir innheimtumenn ríkissjóðs.

Aðrir innheimtumenn ríkissjóðs skulu hlíta ákvæðum reglugerðar þessarar, eftir því sem við á.

2. gr.

Eftirtaldar bækur skulu færðar hjá þeim innheimtumönnum ríkissjóðs sem hafa handfært bókhald:

  1. Aðalsjóðbók með þessum undirsjóðbókum:

    1. Manntalsgjaldasjóðbók.
    2. Tollabók.
    3. Aukatekjubók.
    4. Útflutningsbók.
    5. Skemmtanaskattsbók.
    6. Vörugjaldabók.
  2. Tryggingasjóðbók.
  3. Bifreiðaskattsbók.
  4. Viðskiptamannabók.
  5. Birgðabækur.

Bækur þessar skulu færðar í samræmi við fyrirmæli frá ríkisbókhaldinu. Skulu þær löggiltar af fjármálaráðuneytinu.

Þeir innheimtumenn ríkissjóðs sem hafa vélfært bókhald skulu færa það að fyrirmælum ríki~bókhaldsins enda komi þar fram sömu upplýsingar og krafist er við handfært bókhald.

3. gr.

Í aðalsjóðbók skal færa þessa reikninga:

  1. Sjóðreikningur.
  2. Bankareikningur.
  3. Ríkissjóður.
  4. Tryggingastofnun og tryggingaumboð.
  5. Greiðslur fyrir ráðuneyti.
  6. Viðskiptamenn.
  7. Kostnaður við embættið.
  8. Geymslufjárreikningur.
  9. Sýslu- og sýsluvegasjóður.

Færa skal í lok hvers mánaðar úr undirsjóðbókum í aðalsjóðbók allt það, sem samkvæmt þeim hefur verið innheimt.

4. gr.

Í manntalsgjaldasjóðbók skal færa innheimtu gjalda þannig sundurliðaða:

  1. Þinggjöld yfirstandandi árs.
  2. Eftirstöðvar þinggjalda.
  3. Sölugjald af vörusölu og þjónustu.
  4. Bifreiðaskattur.
  5. Iðgjöld bifreiðastjóra.
  6. Skoðunargjald bifreiða.
  7. Öryggiseftirlitsgjald.
  8. Afgjöld ríkisjarða og lóðaleigur.
  9. Iðnlánasjóðsgjald.
  10. 10. Launaskattur.
  11. 11. Þungaskattur af bifreiðum með ökumæla.
  12. 12. Skipulagsgjald.
  13. 13. Skoðunargjald skipa.

Innheimt þinggjöld skal daglega færa ósundurliðuð í manntalsgjaldasjóðbók.

Í lok hvers mánaðar skal sundurliða heildarfjárhæð innheimtra þinggjalda samkvæmt hlutfallstölum sem ákvarðaðar séu i samráði við ríkisbókhaldið. Sundurliðunin skal sýnd í manntalsgjaldasjóðbók.

5. gr.

Í tollabók skal færa sundurliðaða innheimtu aðflutningsgjalda.

6. gr.

Í aukatekjubók skal færa sundurliðaða innheimtu þannig:

  1. Þinglýsingargjald.
  2. Stimpilgjald.
  3. Skipagjöld.
  4. Almennar aukatekjur.
  5. Skrásetningargjald bifreiða.
  6. Erfðafjárskattur.
  7. Vörugjald af innlendum framleiðsluvörum.
  8. Skemmtanaskattur.
  9. Prófgjöld.
  10. Sektir.

Skipagjöld, prófgjöld og sektir skal sundurliða í aukatekjubók í lok hvers mánaðar.

Skipagjöld sundurliðist þannig:

  1. Afgreiðslugjald skipa.
  2. Vitagjald.
  3. Sóttvarnarsjóðsgjald.
  4. Áritunargjald.

Prófgjöld sundurliðist þannig:

  1. Prófgjöld ökumanna.
  2. Prófgjöld iðnnema.

Sektir sundurliðist þannig:

  1. Ríkissjóðssektir.
  2. Landhelgissjóðssektir.

7. gr.

Í útflutningsgjaldabók skal færa öll gjöld af útflutningi.

8. gr.

Í skemmtanaskattsbók skal færa öll gjöld sem innheimta ber af skemmtanahaldi.

9. gr.

Í vörugjaldabók skal færa öll vörugjöld af innlendri framleiðslu.

10. gr.

Í tryggingasjóðbók skal færa eftirtalda reikninga:

  1. Sjóður.
  2. Bankareikningur.
  3. Embættisreikningur.
  4. Framlag sveitarfélaga.
  5. Barnalífeyrir.
  6. Ellilífeyrir
  7. Örorkulífeyrir.
  8. Fæðingarstyrkur.
  9. Ekkjubætur.
  10. 10. Ekkjulífeyrir.
  11. 11. Mæðralaun.
  12. 12. Makabætur.

Ellilífeyri og örorkulífeyri skal sundurliða mánaðarlega í tryggingasjóðbók í lok hvers mánaðar.

Ellilífeyrir sundurliðist þannig:

  1. Ellilífeyrir.
  2. Tekjutryggingauppbót.
  3. Heimildaruppbót sbr. 2. mgr. 19. gr.

Örorkulífeyrir sundurliðist þannig:

  1. Örorkulífeyrir.
  2. Tekjutryggingauppbót.
  3. Heimildaruppbót sbr. 2. mgr. 19. gr.

11. gr.

Í bifreiðaskattsbók skal færa gjöld þau, sem greiða ber við bifreiðaskoðun. Greiðslur á bifreiðaskatti skal ,jafnframt færa í manntalsgjaldasjóðbók.

12. gr.

Færa skal viðskiptamannabók er svarar til dálksins "viðskiptamenn", í aðalsjóðbók.

13. gr.

Innheimtumenn ríkissjóðs skulu halda birgðabækur yfir stimpilmerki og önnur verðmæti, sem í vörslum þeirra eru, svo sem bifreiðamerki, ökuskírteini, viðskiptabækur sjómanna o. s. frv. Skilagrein fyrir verðmætum þessum skal árlega senda ríkisendurskoðuninni og andvirði þeirra skal skilað eftir því sem sérstaklega er fyrirmælt.

14. gr.

Um hver mánaðamót og í árslok ber innheimtumönnum ríkissjóðs að senda ríkisbókhaldi og ríkisendurskoðun yfirlit um innheimtu í því formi sem ríkisbókhald og ríkisendurskoðun ákveða.

1. Mánaðarinnheimtuskilagrein skal senda ríkisbókhaldi i tveimur eintökum, eigi síðar en á þriðja virkum degi næsta mánaðar. Ríkisbókhaldið framsendir annað eintakið til ríkisendurskoðunar.

2. Ráðstöfunaryfirlit mánaðarins skal senda ríkisbókhaldi í tveimur eintökum eigi siðar en 7. dag næsta mánaðar. Ríkisbókhald framsendir annað eintakið til ríkisendurskoðunar.

Í árslok ber innheimtumönnum að semja heildarskilagrein og senda ríkisbókhaldi og ríkisendurskoðun sitt hvort eintakið. Enn fremur skal senda ríkisendurskoðun með heildarskilagrein embættisbækur þær og skilagreinar, sem hún tiltekur.

Reikningum embættisins ber að loka 31. desember ár hvert. Heildarskilagrein ber að skila eigi síðar en 20. febrúar.

15. gr.

Innheimtumenn ríkissjóðs skulu gera skil á innheimtufé ríkissjóðs, samkvæmt nánari fyrirmælum fjármálaráðuneytisins.

16. gr.

Innheimtumönnum ríkissjóðs ber að gera sjóðsuppgjör daglega. Þeir skulu geyma og ávaxta fé embættisins í banka eða sparisjóði, þar til því er skilað.

Fé embættisins er allt það- fé, sem innheimtumenn ríkissjóðs taka við samkvæmt embættisskyldu, hvort sem það á að renna í ríkissjóð eða til annarra. Fé búa og sjóða skal vera á sérreikningi fyrir hvert bú og hvern sjóð.

Vexti af fé búa og sjóða ber að færa hverju þeirra til tekna þegar er þeir til falla. Vexti af öðru embættisfé skal færa ríkissjóði til tekna og skila þeim með öðrum tekjum.

17. gr.

Innheimtumenn ríkissjóðs skulu heimta inn tekjur þær, sem þeim er falin innheimta á, svo fljótt sem auðið er eftir að þær falla í gjalddaga.

Þeim ber að neyta lögtaks eða annarra lögheimilaðra aðfarargerða áður en frestur til þeirra er liðinn.

18. gr.

Innheimtumönnum ríkissjóðs ber að veita starfsmönnum ríkisendurskoðunarinnar frjálsan og óhindraðan aðgang að öllum embættisbókum og skjölum og gefa þeim allar þær upplýsingar, sem þeir æskja um fjárreiður embættisins.

Innheimtumönnum ríkissjóðs ber að framvísa sjóði embættisins hvenær sem endurskoðunin krefst þess, og skal kann á hverjum tíma vera sá, sem sjóðbækur sýna. Þegar sjóðtalning fer fram á vegum ríkisendurskoðunarinnar ber innheimtumanni ríkissjóðs að sýna endurskoðendum allar fjárreiður, sem harm hefur undir höndum, einnig þær, sem ekki koma ríkissjóði við, til þess að gengið verði úr skugga um það, að ekkert fé fari á milli sjóða.

19. gr.

Ef innheimtumenn ríkissjóðs greiða ekki tekjur þær, er þeir eiga að standa skil á til ríkissjóðs, samkvæmt fyrirmælum fjármálaráðuneytisins sbr. 15. gr., eða gera ekki reikning í tæka tíð samkvæmt 14. gr., eða standa í skuld samkvæmt skilagrein þeirri, sem fram er komin, eða ef sjóðþurrð reynist hjá einhverjum embættismanni ríkissjóðs, verður farið eftir ákvæðum III. kafla laga nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga nr. 52 13. maí 1966 og öðlast gildi 1. janúar 1976. Með henni er úr gildi numin reglugerð um opinber reikningsskil dags. 18. nóvember 1955, sem auglýst er í B-deild Stjórnartíðinda nr. 134 á því ári.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.