Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

588/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 309/1996, um ákvörðun þungaskatts og skyldur ökumanna.

1. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Af bifreiðum, sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mælum, sendi- og hópbifreiðum, sem nýttar eru í atvinnurekstri, skal árgjaldið vera 25% hærra en að framan greinir. Ákvæðið tekur þó aðeins til þeirra sendibifreiða sem notið hafa innskattsfrádráttar á virðisaukaskatti og eru á rauðhvítum skráningarnúmerum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

a. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, er orðast svo: Af bifreiðum og eftirvögnum sem eru að leyfðri heildarþyngd 14.000 kg eða meira, skal auk gjalds vegna ekinna kílómetra greitt fast árgjald að fjárhæð 100.000 kr. Skattskylda fasts árgjalds telst frá afhendingu skráningarmerkis ef um nýskráð ökutæki er að ræða en ella frá upphafi gjaldárs kílómetragjalds þungaskatts, þ.e. 11. október ár hvert.

b. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, er orðast svo: Við ákvörðun fasts árgjalds skal miðað við leyfða heildarþyngd ökutækis, en við ákvörðun fasts árgjalds hópbifreiða, með skráða gjaldþyngd lægri en leyfða heildarþyngd vegna ákvæða 8. gr. reglugerðar nr. 411/1993, um gerð og búnað ökutækja, skal miðað við skráða gjaldþyngd þeirra.

c. 4. mgr. orðast svo:

Kílómetragjald skal vera sem hér segir:

Gjaldþyngd Gjaldþyngd
ökutækis Kílómetragjald ökutækis Kílómetragjald
kg kr. kg kr.
4.000-4.999 6,74 18.000-18.999 12,95
5.000-5.999 7,16 19.000-19.999 13,94
6.000-6.999 7,74 20.000-20.999 14,69
7.000-7.999 8,13 21.000-21.999 15,53
8.000-8.999 8,48 22.000-22.999 16,51
9.000-9.999 8,86 23.000-23.999 17,30
10.000-10.999 9,41 24.000-24.999 18,08
11.000-11.999 9,76 25.000-25.999 18,96
12.000-12.999 10,99 26.000-26.999 19,80
13.000-13.999 12,02 27.000-27.999 20,69
14.000-14.999 9,80 28.000-28.999 21,57
15.000-15.999 10,55 29.000-29.999 22,44
16.000-16.999 11,39 30.000-30.999 23,32
17.000-17.999 12,22 31.000 og yfir 24,21

3. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki, nema greiddur hafi verið gjaldfallinn þungaskattur. Sé þungaskattur greiddur eftir akstri er óheimilt að skrá eigendaskipti, nema lesið hafi verið af ökumæli og þungaskattur vegna þess álestrar greiddur og fast árgjald þungaskatts skv. 5. gr. verið greitt til þess dags sem álestur er skráður í álestrarskrá ökumæla.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

a. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo:

Að uppfylltum skilyrðum fyrsta málsliðar skal lækka eða endurgreiða fast árgjald þungskatts skv. 5. gr. að réttri tiltölu ef ökutækið hefur verið flutt tímabundið úr landi í a.m.k. þrjátíu daga samfellt.

b. 2. mgr. orðast svo:

Lækka skal eða endurgreiða fast árgjald þungaskatts skv. 5. gr. að réttri tiltölu hafi skattskylt ökutæki verið afskráð sem ónýtt eða skráningarmerki ökutækisins verið afhent Skráningarstofunni hf. til geymslu í a.m.k. þrjátíu daga samfellt.

5. gr.

1. mgr. 19. gr. orðast svo:

Gjaldár fasts gjalds þungaskatts skv. 4. gr. er 1. janúar til 31. desember ár hvert.

6. gr.

1. mgr. 21. gr. orðast svo:

Gjaldár kílómetragjalds þungaskatts og fasts árgjalds skv. 5. gr. er frá 11. október ár hvert til 10. október næsta árs.

7. gr.

2. mgr. 26. gr. orðast svo:

Endurákvörðun skv. 20., 23. og 24. gr. og úrskurði ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

8. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, er orðast svo:

Ákvæði til bráðabirgða. I.

Lækkun gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra, sbr. 4. mgr. 5. gr., tekur þó gildi strax og álestur hefur farið fram á 3. álestrartímabili 1998, sem er frá 20. september til 10. október. Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á álestrartímabili skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Af meðaltalsakstri sem samkvæmt þessu hefur átt sér stað fyrir lok 3. álestrartímabils 1998 skal reiknaður afsláttur og miðað við gjaldið fram til 11. október en innheimt hið lækkaða gjald af meðaltalsakstri eftir lok 3. álestrartímabils. Geti gjaldandi sannanlega sýnt fram á hver akstur hans hafi verið til loka 3. álestrartímabils skal taka mið af því við ákvörðun þungaskatts.

II.

Þrátt fyrir ákvæði 14. gr. eru bifreiðar sem nota innlendan orkugjafa í tilraunaskyni undanþegnar greiðslu þungaskatts frá gildistöku reglugerðar þessarar til 31. desember 2000.

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 20. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, öðlast gildi 11. október 1998.

Fjármálaráðuneytinu, 5. október 1998.

F. h. r.

Jón Guðmundsson.

Eggert J. Hilmarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.