Fjármálaráðuneyti

511/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 255/1993, um vörugjöld af eldsneyti.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Af blýlausu bensíni skal greiða gjald sem nemur 23,52 kr. af hverjum lítra. Af öðru bensíni skal greiða gjald sem nemur 24,99 kr. af hverjum lítra.

 

2. gr.

        6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., gildir frá 1. janúar 1994 og tekur til innflutnings á bensíni sem tekið er til tollafgreiðslu frá og með þeim degi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Hver sá, sem á eða hefur til umráða gjaldskyldar birgðir af bensíni hinn 1. janúar 1994, skal ótilkvaddur tilkynna það innheimtumanni fyrir 10. janúar 1994. Eigandi eða umráðamaður þess skal ótilkvaddur aðstoða við að kanna birgðir óski innheimtumaður slíkrar aðstoðar.

Innheimtumaður getur krafist upplýsinga frá innflytjendum bensíns og bensínsölum um sölu samkvæmt verslunarbókum til viðskiptamanna er fram fór fyrir 1. janúar 1994.

 

Fjármálaráðuneytið, 21. desember 1993.

 

F. h. r.

Snorri Olsen.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica