1. gr.
Við 2. gr. bætist nýr töluliður er verði 8. töluliður er orðist svo:
Ábyrgðarviðgerðir sem umboðsaðili annast fyrir reikning erlends ábyrgðaraðila.
2. gr.
4. tölul. 3. gr. orðist svo: Vinna við lausafjármuni önnur en sú sem 8. tölul. 2. gr. nær til.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 1. apríl 1993.
Friðrik Sophusson.
Jón H. Steingrímsson.