Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1165/2015

Reglugerð um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð.

1. gr.

Reglugerðir um ríkisaðstoð.

Eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð, sem vísað er til í XV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með viðkomandi ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XV. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun:

  1. Minniháttaraðstoð vegna þjónustu er hefur almenna, efnahagslega þýðingu. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 360/2012 frá 25. apríl 2012 um beitingu 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart minniháttaraðstoð sem veitt er fyrirtækjum sem veita þjónustu er hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2012 frá 7. desember 2012.
  2. Minniháttaraðstoð. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1407/2013 frá 18. desember 2013 um beitingu 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart minniháttaraðstoð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2014 frá 16. maí 2014.
  3. Almenn hópundanþága frá tilkynningarskyldu. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014 þar sem tilgreindir eru tilteknir flokkar aðstoðar sem samrýmast innri markaðnum til beitingar á 107. og 108. gr. sáttmálans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2014 frá 27. júní 2014.

2. gr.

Birting.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 360/2012, sbr. a-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 14/2013, 7. mars 2013, bls. 711. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 18/2013, 21. mars 2013, bls. 32.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1407/2013, sbr. b-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 36/2014, 12. júní 2014, bls. 644. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 98/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 63/2014, 30. október 2014.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014, sbr. c-lið 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 23/2015, 23. apríl 2015, bls. 813. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2014 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 71/2014, 27. nóvember 2014, bls. 61.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Um leið falla eftirfarandi reglugerðir úr gildi:

  1. Reglugerð nr. 904/2002 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (I).
  2. Reglugerð nr. 957/2003 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (II).
  3. Reglugerð nr. 835/2004 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um ríkisaðstoð (III).

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 8. desember 2015.

F. h. r.

Lilja Sturludóttir.

Haraldur Steinþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica