Fjármálaráðuneyti

73/1986

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 85 18. febrúar 1983 um Tollskóla ríkisins, veitingu í fastar tollstöður o.fl. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 6. gr. orðist svo:

Í lok annar grunnnáms samkvæmt 3. og 5. gr. skulu nemendur prófaðir í námsgreinum og þeim gefnar einkunnir í heilum eða hálfum tölum frá 1-10. Til þess að standast próf þarf nemandi að fá einkunnina 5 hið minnsta í hverri grein nema 6 í íslensku og 6 í aðaleinkunn. Fyrir verklega þjálfun, þ. m. t. starfsnám, má gefa tvær einkunnir, fullnægjandi eða ófullnægjandi.

2. gr.

1. tl. 13. gr. orðist svo:

1. Umsækjandi skal hafa lokið námi í fjölbrautarskóla, menntaskóla eða sérskóla er vein sambærilega menntun. Sérstök áhersla skal lögð á góða kunnáttu í íslensku og vélritun. Skal umsækjanda skylt að gangast undir hæfnispróf í íslensku og vélritun ef ástæða þykir til. Umsækjandi skal hafa vald á einhverju Norðurlandamálanna og ensku eða þýsku.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 5. gr. laga nr. 59 28. maí 1969 um tollheimtu og tolleftirlit með síðari breytingum öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytið, 12. febrúar 1986.

 

Þorsteinn Pálsson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica