Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

412/1984

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 219 14. júní 1978, um stimpilgjald af vátryggingarskjölum.

1. gr.

2. mgr. 6. gr. orðist svo:

Sjóvátryggingar á varningi, tryggingar á varningi fluttum með flugvélum eða landfarartækjum og farangurstryggingar, stimplast með krónum 0,24 af þúsundi eða broti úr þúsundi vátryggingarfjárhæðar sbr. þó 7. tl. 1. mgr. 10. gr.

2. gr.

Við 1. mgr. 10. gr. bætist nýr töluliður er verði 7. tl. og orðast svo: Farmtryggingar vegna flutnings milli Íslands og annarra landa.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 30. gr. laga nr. 36, 10. maí 1978 um stimpilgjald, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 6. nóvember 1984.

Albert Guðmundsson.

Árni Kolbeinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica