Fjármálaráðuneyti

480/1994

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 157/1994, um vörugjald. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 157/1994, um vörugjald.

1. gr.

Fyrir orðin "formúlu: Hlutfall = 1 - (100/(100+g))" í 1. mgr. 12. gr. komi: reiknireglu: Hlutfall = 100*(1 - (100/(100+g))).

2. gr.

Við 16. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:

Skattstjóra er heimilt að taka tímabundið á skrá aðila sem selja ógjaldskyldar vörur úr landi til lúkningar á verksamningi erlendis, enda þurfi þeir að greiða vörugjald hérlendis vegna þessarar starfsemi. Um uppgjör þeirra við ríkissjóð fer eftir reglum 11. gr. reglugerðarinnar.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 5. ágúst 1994.
F.h.r.
Indriði H. Þorláksson
Jón H. Steingrímsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica