Fjármálaráðuneyti

898/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 390/1999, um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum - Brottfallin

1. gr.

Tollskrárnúmerin 4403.9100 og 4403.9900 bætast við í upptalningu tollskrárnúmera í viðauka I við reglugerðina.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 109. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, og 37. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, öðlast gildi 1. janúar 2000.

 

Fjármálaráðuneytinu, 21. desember 1999.

Geir H. Haarde.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica