Fjármálaráðuneyti

70/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu, með síðari breytingum.

1. gr.

            Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður r verði 24. töluliður.

24. Starfsmenntunar- og vísindasjóðsstyrkir stéttarfélaga og annarra félagasamtaka til rannsókna, þróunarstarfa, endurmenntunar og sambærilegra verkefna.

 

2. gr.

            Reglugerð þessi, er sett með heimild í 8. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytið, 13. febrúar 1991.

 

F. h. r.

Magnús Pétursson.

Snorri Olsen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica