Fjármálaráðuneyti

409/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 251/1992 um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum, einkasölugjald o.fl. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 251/1992 um tollfrjálsan farangur

ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum, einkasölugjald o.fl.

1. gr.

1. töluliður 3. mgr. 5. gr. orðist svo:

l.Lyf. Þó er farmanni eða ferðamanni heimilt að taka með í farangri sínum lyf til eigin nota í magni sem miðast við mest 100 daga notkun, enda sé ljóst á leiðbeiningum á umbúðum lyfs eða öðrum fullnægjandi gögnum, sem ferðamaður skal framvísa, hvert það magn sé. Ekki er þó heimilt að flytja inn karlkynshormónalyf af flokki anabólískra stera og hliðstæðra efna samkvæmt c. lið í skrá Alþjóðaólympíunefndarinnar, eða peptíð hormón og hliðstæð efni samkvæmt f. lið í skrá Alþjóðaólympíunefndarinnar yfir lyf sem bönnuð eru í íþróttum, umfram það magn sem farmaður eða ferðamaður þarf að nota til mest 30 daga. Tollverðir geta krafist þess að viðkomandi farmaður eða ferðamaður færi fullnægjandi sönnur á að honum sé nauðsyn á töku ofangreindra lyfja í því magni sem tilgreint er, t.d. með vottorði læknis.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. og 5. tl. 5. gr. og 20. tl. 6. gr. laga nr. 55/ 1987, með áorðnum breytingum og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 4. október 1993.

F. h. r.

Snorri Olsen.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica