Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

457/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 374/1995, um tollverð og tollverðsákvörðun. - Brottfallin

1.gr.

Eftirfarandi breyting verði á 23. gr. reglugerðarinnar:

Við greinina bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. er orðist svo: Leggi aðili skv. 1. mgr. ekki fram vörureikning við tollafgreiðslu ökutækis fer ákvörðun tollverðs eftir IV. kafla, sbr. 20. og 21. gr. reglugerðarinnar. Sé tollverð notaðs ökutækis ákvarðað skv. 21. gr. reglugerðarinnar, skal heimilt að fyrna líklegt fob-verð um 1,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð í 12 mánuði og 1% fyrir hvern mánuð eftir það, þar til náð hefur verið 90% fyrningu, sem er hámarks fyrning.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 10. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. 4. gr. laga nr. 87/1995, svo og 148. gr. tollalaga, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 23. ágúst 1995.

F. h. r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Hermann Jónasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica