Fjármálaráðuneyti

117/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 484/1992, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af sölu á heitu vatni og rafmagni til hitunar húsa og laugarvatns, með síðari breytingum. - Brottfallin

1.gr.

            Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:

            Við upptalningu bætast Hitaveita Akraness með endurgreiðsluhlutfallið 54% og Hitaveita Borgarness með endurgreiðsluhlutfallið 48%.

2.gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum gildir frá 1. janúar 1996.

Fjármálaráðuneytinu, 12. febrúar 1996.

F.h.r.

Jón Guðmundsson.

Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica