Fjármálaráðuneyti

16/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, með síðari breytingum skv. reglugerðum nr. 539/1993, 136/1997 og 599/1999.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
a) 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þegar um er að ræða rafrænan sölureikning, þ.e. reikning sem á uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi skv. reglugerð nr. 598/1999, um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa, skal reikningurinn uppfylla ákvæði 2. mgr. 5. gr. þeirrar reglugerðar.
b) Við lokamálslið 3. mgr., á eftir "598/1999", bætist: , þ.m.t. er nægjanlegt að seljandi, sem er með rafrænt bókhaldskerfi, prenti rafrænan sölureikning í einriti, sbr. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 598/1999, fyrir viðskiptamann sem ekki er með slíkt bókhaldskerfi.


2. gr.

Í stað "söluuppgjörsyfirlit" í 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. A kemur: söluuppgjörsyfirliti.


3. gr.

Í stað "kassakvittun" í 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. kemur: greiðslukvittun sjóðvélar.


4. gr.

Í stað "staðfesta" í 2. mgr. 12. gr. kemur: staðfest.


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:
a) Í stað "4. mgr. 8. gr." í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 5. mgr. 8. gr.
b) Á eftir "sölureiknings" í 3. málsl. 1. mgr. kemur: eða
c) 4. málsl. 2. mgr. verður lokamálsliður (5. málsl.) 2. mgr.
d) Við 3. mgr., á eftir "greiðslukortafyrirtækja", bætist: , enda beri skjalið með sér
tilvísun í samþykkt ríkisskattstjóra (TS-númer).
e) Við bætist ný málsgrein (4. mgr.) svohljóðandi: Þegar seljandi er með rafrænt bókhaldskerfi en kaupandi er ekki með slíkt kerfi er prentað eintak rafræna sölureikningsins innskattsskjal kaupanda. Auk þeirra form- og efniskrafna sem gerðar eru í 1. mgr. skal reikningurinn þá við prentun hans bera með sér að hann eigi uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi skv. reglugerð nr. 598/1999.
f) Við bætist ný málsgrein (5. mgr.) svohljóðandi: Að form- og efnisskilyrðum 4. og 5. gr. uppfylltum getur greiðslukvittun sjóðvélar, sem á uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi í skilningi 5. málsl. 5. mgr. 8. gr., legið til grundvallar innskatti enda komi sá uppruni fram við prentun hennar, sbr. 2. málsl. 4. mgr.
g) Við bætist ný málsgrein (6. mgr.) svohljóðandi: Ákvæði 2. málsl. 4. mgr., eða eftir atvikum 5. mgr., taka einnig til prentaðs eintaks rafræns sölureiknings vegna sameiginlegra innkaupa, sbr. 2. mgr.


6. gr.

Ákvæðið "eða áritað prentað eintak rafræns sölureiknings" í 1. mgr. 21. gr. orðast svo: eða prentað eintak rafræns sölureiknings áritað um að hann sé úr rafrænu bókhaldskerfi.


7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 21. gr., 23. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 12. janúar 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Maríanna Jónasdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica