Fjármálaráðuneyti

160/1990

Reglugerð um tímabundinn tollfrjálsan innflutning bifreiða og bifhjóla - Brottfallin

I. KAFLI

Skilyrði tollfrelsis o.fl.

1. gr.

Tollstjóra er heimilt að veita leyfi til tollfrjáls innflutnings bifreiða og bifhjóla í allt að einn mánuð talið frá komu flutningsfars ökutækis til landsins að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

1. Innflytjandi ökutækisins hafi verið búsettur erlendis í a.m.k. eitt næstliðið ár og ekki jafnframt átt lögheimili hér á landi.

2. Ökutækið sé skráð erlendis og innflytjandi þess sé skráður eigandi þess eða umráðmaður.

3. Innflutningur ökutækisins eigi sér stað við komu hlutaðeigandi til landsins, í beinu framhaldi af komu hans til landsins og ekki síðar en einum mánuði frá komu hans til landsins.

4. Ökutækið sé vátryggt lögboðinni ábyrgðartryggingu samkvæmt íslenskum umferðarlög­um til aksturs hér á landi. Ef hún er ekki fyrir hendi skal umráðmaður ökutækis leggja fram við innflutning þess "grænt skírteini" (Green card), sbr. reglur settar af dómsmála­ráðuneytinu samkvæmt 94. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Tollfrjáls innflutningur ökutækis samkvæmt reglugerð þessari er að öðru leyti háður því að innflytjandi skuldbindi sig til að hlíta eftirtöldum skilyrðum:

1. Hann noti ökutækið sjálfur, maki hans eða launaðir starfsmenn hans.

2. Ökutækið verði ekki selt, lánað, leigt eða notað til neins konar flutnings gegn greiðslu eða endurgjaldi né á annan hátt notað sem atvinnutæki hér á landi.

3. Að loknum leyfistíma hafi hann annað hvort endurútflutt ökutækið eða greitt af því lögboðin aðflutningsgjöld.

 

2. gr.

Tollstjóri getur ákveðið, að höfðu samráði við ríkistollstjóra, að ákvæði þessarar reglugerðar skuli gilda um önnur farartæki en um getur í 1. gr. eftir því sem við getur átt.

 

3. gr

Þegar leyfi er vent til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis samkvæmt reglugerð þessari skal heimilt að flytja eldsneyti með ökutækjum í innbyggðum eldsneytisgeymum þeirra án greiðslu aðflutningsgjalda.

Þegar um er að ræða innflutning bifreiðar, má magn eldsneytis að hámarki vera 2001ítrar.

 

II. KAFLI

Umsókn um leyfi og leyfisveiting.

4. gr.

Innflytjandi skal sækja um leyfi til undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda samkvæmt reglugerð þessari á þar til gerðu eyðublaði og gera þar m.a. grein fyrir nafni, þjóðerni, heimilisfangi, vegabréfsnúmeri, áætluðum dvalartíma hér á landi, tegund og gerð ökutækis, árgerð þess, verksmiðjunúmeri og skrásetningarnúmeri, auk annars þess sem eyðublaðið gefur tilefni til. Jafnframt skal hann gefa á eyðublaðinu yfirlýsingu þess efnis, að hann hafi kynnt sér þau skilyrði sem sett eru fyrir tollfrjálsum innflutningi ökutækis, sbr. I. kafla, og að hann skuldbindi sig til að hlíta þeim.

 

5. gr.

Leyfi til tollfrjáls innflutnings ökutækis skal gefið út af tollstjóra í því tollumdæmi þar sem ökutæki er affermt úr flutningsfari. Þar skal ökutækið jafnframt hljóta endanlega tollaf­greiðslu, sbr. þó 2. málsgr. þessarar greinar og 11. gr.

Tollstjóra á innflutningsstað er þó heimilt að veita mönnum sem flytja búferlum hingað til lands og fyrirhuga að taka upp búsetu í öðru tollumdæmi, sérstakt leyfi í allt að eina viku til tollfrjáls innflutnings ökutækis að uppfylltum skilyrðum I. katla. Sama gildir um farangur viðkomandi, enda hafi hann verið skoðaður af tollstarfsmönnum og tollskoðunarskýrsla gerð um hann ef nauðsyn þykir. Tollstjóri á innflutningsstað skal í því tilviki senda tollstjóra í hinu tollumdæminu afrit af útgefnu leyfi, ásamt tollskoðunarskýrslu hafi hún verið gerð. Leyfishafi skal innan nefnds frests gefa sig fram við viðkomandi tollstjóra sem annast frekari leyfisveit­ingu samkvæmt reglugerð þessari.

Um flutning ökutækis á milli tollumdæma, sem um ræðir í 2. málsgr., skulu gilda ákvæði VII. kafla tollalaga nr. 55/1987 eftir því sem við getur átt.

 

6. gr.

Ökutæki sem leyfður hefur verið á tímabundinn tollfrjáls innflutningur skal auðkennt með sérstökum límmiða sem ríkistollstjóri lætur gera í því skyni og límdur skal á framrúðu ökutækis, eða það auðkennt með öðrum hætti sem ríkistollstjóri telur fullnægjandi.

 

III. KAFLI

Framlenging leyfis.

7. gr.

Tollstjóra er heimilt að framlengja leyfi sem vent hefur verið samkvæmt I. kafla um allt að þrjá mánuði í senn, allt að tólf mánuðum alls, enda færi viðkomandi fyrir tollstjóra fullgildar sönnur á að hann fullnægi eftirtöldum skilyrðum.

Hann hafi:

1. hvorki launaða atvinnu hér á landi né reki hér atvinnufyrirtæki,

2. ekki tekið sér fasta búsetu hér á landi,

3. ekki flutt búslóð sína hingað til lands.

 

8. gr.

Nú uppfyllir viðkomandi ekki ákvæði 1. tölul. 7. gr. til framlengingar undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda án þess þó að hafa tekið sér fasta búsetu hér á landi eða flutt búslóð sína hingað til lands og er þá heimilt að framlengja hana um allt að þrjá mánuði í senn, allt að tólf mánuðum alls frá komu ökutækis til landsins, gegn greiðslu fyrirfram á sérstöku gjaldi sem skal vera 1/60 hluti af reiknuðum aðflutningsgjöldum viðkomandi ökutækis fyrir hvern byrjaðan mánuð sem framlengt er.


Aðili sem óskar framlengingar leyfis samkvæmt 1. málsgr. skal gera tollstjóra grein fyrir ástæðum beiðninnar, áætluðum brottfarartíma og öðru því sem tollstjóri telur ástæður til.

Þegar sérstaklega stendur á má tollstjóri, að höfðu samráði við ríkistollstjóra, heimila framlengingu undanþágu samkvæmt þessum katla án greiðslu hins sérstaka gjalds af tollverði viðkomandi ökutækis.

IV. KAFLI

Uppgjör gjalda.

9. gr.

Tollstjóri getur heimilað innflytjanda ökutækis sem leyfi fékk til tímabundins tollfrjáls innflutnings þess samkvæmt I. kafla að greiða aðflutningsgjöld með skuldabréfi sem greiðist með þremur jöfnum afborgunum ásamt vegnum meðaltalsvöxtum af þeim eins og þeir eru á hverjum tíma auglýstir samkvæmt 2. málsgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, í fyrsta Sinn að liðnum sex mánuðum talið frá komudegi flutningsfars til landsins og hina síðustu að liðnum tólf mánuðum frá sama tíma.

Sjálfskuldarábyrgð banka eða sparisjóðs fyrir greiðslu skuldar, vaxta og dráttarvaxta, skal fylgja og skal hún gilda a.m.k. einum mánuði fram yfir gjalddaga skuldabréfsins sem hún tryggir.

Vextir samkvæmt 1. málsgr. skulu reiknaðir frá því að leyfi var vent til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis.

Ákvæði þessarar greinar skulu gilda eftir því sem við getur átt um greiðslu aðflutningsgjalda af ökutækjum sem tekin eru til tollmeðferðar að loknu framlengdu leyfi til tollfrjáls innflutnings eða óskað er endanlegrar tollafgreiðslu hér á landi fyrir þann tíma. Vextir, sem reiknaðir skulu frá því að leyfi var upphaflega vent til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis, skulu reiknaðir af áföllnum aðflutningsgjöldum að frádregnum greiðslum sam­kvæmt 8. gr.

 

10. gr

Gjald sem greitt hefur verið samkvæmt 8. gr. skal koma til frádráttar á lögðum aðflutningsgjöldum við endanlega tollafgreiðslu ökutækis hér á landi.

Hið sérstaka gjald verður hins vegar ekki endurgreitt við endurútflutning ökutækis. Þó skal heimilt, ef einn mánuður eða meira er eftir af framlengdri heimild til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis, að endurgreiða gjaldið miðað við þann tíma.

 

11. gr

Ef endurútt7utningur ökutækis er fyrirhugaður í öðru tollumdæmi en þar sem leyfi var vent samkvæmt reglugerð þessari, skal tollstjóri í því tollumdæmi annast uppgjör gjaldsins og endurgreiðslu samkvæmt 2. málsl. 2. málsgr. 10. gr., að höfðu samráði við tollstjóra þann sem leyfið veitti og senda honum afrit greiðslukvittunar.

 

V. KAFLI

Viðurlög og málsmeðferð.

12. gr.

Ef skilyrði fyrir undanþágu gjalda samkvæmt reglugerð þessari eru rofin eða forsendur fyrir henni falla niður að dómi tollstjóra eða lögreglustjóra mega þeir taka viðkomandi ökutæki þegar í stað úr umferð og tollstjóri láta selja ökutækið á opinberu uppboði til lúkningar á aðflutningsgjöldum, kostnaði, vöxtum samkvæmt 9. gr. , sem þá skulu reiknast frá og með komudegi flutningsfars ökutækis til landsins og dráttarvöxtum, eða hlutast til um endurútflutning þess á kostnað innflytjanda.


 

13. gr.

Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá ívilnun á aðflutningsgjöldum samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, svo og misnotkun ívilnunar sem vent hefur verið samkvæmt þeim, getur m.a. varðað við 126. gr. og 130. gr. tollalaga nr. 55/1987.

Um meðferð mála vegna brota á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.

 

VI. KAFLI

Ýmis ákvæði.

14. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar skulu gilda eftir því sem við getur átt um nýjar óskráðar bifreiðar og bifhjól sem keypt eru hér á landi. Ökutæki þessi skulu skráð sérstaklega og frekari skilyrði uppfyllt sem dómsmálaráðuneytið kann að setja. Undanþága frá greiðslu aðflutnings­gjalda samkvæmt þessari grein miðast við skráningardag ökutækis.

 

15. gr.

Ökutæki sem tímabundinn tollfrjáls innflutningur hefur verið leyfður á og aðflutnings­gjöld hafa ekki verið greidd af skulu vera að veði fyrir aðflutningsgjöldum til lúkningar gjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði, sbr. 111. gr. tollalaga nr. 55/1987.

 

16. gr.

Farmflytjendum er óheimilt að taka til flutnings úr landi ökutæki sem flutt voru inn með tímabundinni undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda samkvæmt reglugerð þessari, nema uppgjör hafi áður farið fram á hinu sérstaka gjaldi sem greiða ber samkvæmt ákvæðum 8. gr., svo og öðrum opinberum gjöldum vegna ökutækisins enda liggi fyrir leyfi viðkomandi tollstjóra til endurútflutnings.

 

17. gr.

Verði hækkun á aðflutningsgjöldum, t.d. vegna ákvarðana um breytingu á tollafgreiðslu­gengi eða af öðrum ástæðum, undanþiggja ákvæði þessarar reglugerðar viðkomandi innflytj­anda ekki frá greiðslu hækkaðra gjalda við endanlega tollafgreiðslu ökutækis, nema annað sé tekið fram í lögum eða öðrum fyrirmælum.

 

18. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. tölul. 1. málsgr., sbr. 2. málsgr. 6. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987 til að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt eru reglur nr.93/1987, um sama efni, felldar úr gildi.

 

Fjármálaráðuneytið, 30. mars 1990.

 

Ólafur Ragnar Grímsson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica