1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:
a. Í stað orðanna "60% virðisaukaskatts" í 1. stafl. komi: virðisaukaskatt.
b. Í stað orðanna "60% virðisaukaskatts" í 2. stafl. komi: virðisaukaskatt.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr.:
a. Hundraðshluti í fyrsta staflið verði: 7,75%
b. Hundraðshluti í öðrum staflið verði: 8,75%
c. Hundraðshluti í þriðja staflið verði: 6,25%
3. gr.
Reglugerð þessi, sett með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, gildir frá 1. janúar 1993.
Fjármálaráðuneytið, 15. janúar 1993.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Jón H. Steingrímsson.