Fjármálaráðuneyti

141/1989

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 61/1989, um greiðslustað, gjalddaga og fullnustu aðflutningsgjalda vegna tollmeðferðar á innfluttum vörum. - Brottfallin

1. gr.

A-liður 2. málsgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Farmflytjandi skal því aðeins fallast á skiptingu farmskrárnúmers að innflytjandi framvísi sjálfstæðum vörureikningum fyrir hverja skiptingu. Með öllu er óheimilt að skipta vörusendingu ef skiptingin leiðir til breyttrar tollflokkunar vörusendingar. Leiki vafi á slíku skal farmflytjandi hafna beiðni um skiptingu. Farmflytjandi skal bera ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda leiði skipting til breyttrar gjaldtöku.

 

2. gr.

4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Ríkistollstjóri getur heimilað flutningsmiðlurum með sömu skilyrðum og ræðir í 3. mgr. að annast skiptingu safnsendinga enda sé ríkissjóði sett fullnægjandi trygging, að mati ríkistollstjóra, fyrir greiðslu aðflutningsgjalda, dráttarvaxta og öðrum kostnaði í formi bankaábyrgðar eða hliðstæðrar ábyrgðar, skriflegt samkomulag liggi fyrir um að vörurnar verði áfram í vörslu og á ábyrgð farmflytjanda svo og skil á aðalfarmskrá, safnskrá, aðalfarmbréfi og undirfarmbréfum til tollstjóra og endurskoðunardeildar ríkistollstjóraembættisins. Hafi flutningsmiðlara verið veitt leyfi samkvæmt 65. gr. tollalaga, nr. 55/1987, þarf samkomulag við farmflytjanda ekki að liggja fyrir en ákvæði þessarar málsgreinar gilda að öðru leyti auk þess sem ríkistollstjóri getur sett nánari fyrirmæli um flutning og vörslu vörusendinga.

 

3. gr.

5. málsgr. 9. gr. reglugerðarinnar falli brott.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 106. og 108. gr. , sbr. 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytið, 30. mars 1989.

 

F. h. r.

Sigurgeir Jónsson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica