Fjármála- og efnahagsráðuneyti

822/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 436/1998, um vörugjald með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "55/1987" í 3. mgr. kemur: 88/2005.
  2. 4. mgr. verður svohljóðandi: Framleiðendur vöru geta óskað eftir bindandi áliti tollstjóra um tollflokkun framleiðsluvöru samkvæmt ákvæðum 21. gr. tollalaga. Framleiðendur geta skotið bindandi áliti tollstjóra um tollflokkun vöru til ríkis­tollanefndar, sbr. 118. gr. tollalaga. Bindandi álit tollstjóra um tollflokkun er bind­andi fyrir framleiðanda og tollyfirvöld.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. verður svohljóðandi: Vörur sem seldar eru úr landi eru ekki gjaldskyldar. Sala á gjaldskyldum vörum í tollfrjálsum verslunum sbr. 101. gr. tollalaga, telst sala úr landi í skilningi reglugerðar þessarar.
  2. Í stað "5. gr." í 3. mgr. kemur: 6. gr. og í stað "3. gr." í 3. mgr. kemur: 4. gr.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í A-lið viðauka I við lög um vörugjald skal greiða vörugjald fyrir hvert kílógramm vörunnar án umbúða, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.

Af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í B-lið viðauka I við lög um vörugjald skal greiða vörugjald fyrir hvern lítra vörunnar eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.

Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er heimilt við innflutning og framleiðslu matvæla, sem falla undir A- og B-lið í viðauka I við lög um vörugjald, að greiða vörugjald miðað við raunverulegt innihald viðbætts sykurs eða sætuefna í kílógrömmum eða grömmum.

Ef innflytjandi fer fram á að gjaldið verði lagt á miðað við innihald viðbætts sykurs eða sætuefna skal hann tilgreina það á tollskýrslu.

Framleiðandi skal tilgreina á vörugjaldsskýrslu hvaða vörur skuli bera vörugjald miðað við viðbættann sykur eða sætuefni. Tilgreina skal magn og þyngd þeirra vara sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu ásamt þyngd viðbætts sykurs eða sætuefna á því formi sem tollstjóri ákveður.

Fari gjaldskyldir aðilar fram á að gjald verði reiknað miðað við innihald viðbætts sykurs eða sætuefna skulu þeir vera tilbúnir til að framvísa innihaldslýsingu frá framleiðanda vörunnar, þar sem fram kemur nákvæm þyngd viðbætts sykurs eða sætuefna, hvenær sem tollstjóri óskar eftir því.

Til viðbætts sykurs samkvæmt reglugerð þessari teljast allar ein- eða tvísykrur eða önnur matvæli sem bera vörugjald og notuð eru til að sæta mat. Sykur telst ekki við­bættur í þeim matvælum þar sem hann er náttúrulega til staðar. Viðbætt sætuefni eru sam­kvæmt reglugerð þessari efni sem bera vörugjald og notuð eru til að gefa matvælum sætt bragð eða notuð eru í borðsætuefni. Viðbætt sætuefni eru aukefni sem notuð eru í stað sykurs.

4. gr.

Í stað "8.-10. gr." í 5. gr. reglugerðarinnar kemur: 14.-16. gr.

5. gr.

Í stað orðsins "skattyfirvöldum" í 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: tollstjóra og í stað "2. mgr. 8. gr." í 5. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: 2. mgr. 14. gr.

6. gr.

Í stað orðsins "vörugjaldskyldar" í 3. tölul. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: vöru­gjalds­skyldar og í stað orðsins "skattstjóra" í 3. tölul. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: tollstjóra.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "skattstjóranum í Reykjavík" í 1. mgr. kemur: tollstjóra.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er framleiðendum vara sem falla undir A- og B-lið í viðauka I, sem ekki hefur verið veitt heimild skv. 15. gr. til að kaupa hráefni eða efnivöru án vörugjalds, ekki skylt að tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá tollstjóra.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "skattstjórans í Reykjavík" í 1. mgr. kemur: tollstjóra.
  2. Í stað orðsins "ríkisskattstjóri" í 2. tölul. 2. mgr. kemur: tollstjóri.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "ríkisskattstjóri" hvarvetna sem það kemur fram í 2. mgr. kemur: toll­stjóri.
  2. Í stað orðsins "skattstjóri" hvarvetna sem það kemur fram í 3. mgr. kemur: toll­stjóri.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "skattstjóranum í Reykjavík" í 1. mgr. kemur: tollstjóra.
  2. Í stað orðsins "skattstjórans í Reykjavík" í 2. mgr. kemur: tollstjórans og í stað orðsins "ríkisskattstjóri" í 2. mgr. kemur: tollstjóri.
  3. Í stað orðsins "skattstjórinn í Reykjavík" í 3. mgr. kemur: tollstjóri.

11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "skattstjórans í Reykjavík" í 3. mgr. kemur: tollstjóra, í stað orðsins "ríkisskattstjóri" í 3. mgr. kemur: tollstjóri og í stað orðsins "skattstjóra" í 3. mgr. kemur: tollstjóra.
  2. Í stað orðanna "skattstjórinn í Reykjavík" í 4. mgr. kemur: tollstjóri.
  3. Í stað orðsins "skattstjórann í Reykjavík" í 5. mgr. kemur: tollstjóra.
  4. Í stað orðsins "skattstjórans í Reykjavík" í 6. mgr. kemur: tollstjóra.

12. gr.

Í stað orðsins "skattstjóri" í 17. gr. reglugerðarinnar kemur: tollstjóri.

13. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "skattstjóri" í 2. mgr. kemur: tollstjóri.
  2. Í stað orðsins "ríkisskattsjóri" í 3. mgr. kemur: tollstjóri og í stað orðsins "skatt­stjóri" kemur: tollstjóri.

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "skattyfirvöld" í 1. mgr. kemur: tollstjóri.
  2. Í stað orðsins "ríkisskattstjóri" í 3. mgr. kemur: tollstjóri.
  3. Í stað orðsins "Ríkisskattstjóri" í 4. mgr. kemur: Tollstjóri.

15. gr.

2. málsl. 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. verður svohljóðandi: Heimilt er að kæra ákvörðun vörugjalds innan 30 daga frá því gjaldið var ákveðið. Kærufrestur reiknast frá póstlagningu tilkynn­ingar um gjaldákvörðun. Við ákvörðun vörugjalds án sérstakrar tilkynn­ingar til kæranda reiknast kærufrestur þó frá gjalddaga uppgjörstímabilsins. Kæru skal beint til tollstjóra. Kæru skal fylgja skriflegur rökstuðningur. Innsend full­nægj­andi vörugjaldsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 3. mgr. 12. gr. Tollstjóri skal kveða upp skriflegan rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi innan 30 daga frá lokum kærufrests.
  2. 2. mgr. verður svohljóðandi: Gjaldskyldur aðili getur skotið úrskurði tollstjóra skv. 1. mgr. til ríkistollanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð.
  3. 3. mgr. fellur brott.

17. gr.

Við 23. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Vegna eftirlits með skilum á vörugjaldi skal tollstjóri hafa sömu heimildir til eftirlits og skattyfirvöldum eru veittar í 38. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

18. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. ágúst 2013.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Valdemar Ásbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica