Fjármálaráðuneyti

258/1970

Reglugerð um ritun auðkennisnúmers innflytjenda á aðflutningsskýrslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ritun auðkennisnúmers innflytjenda á aðflutningsskýrslu.

1. gr.

Frá ársbyrjun 1971 skal hver innflytjandi tilgreina auðkennisnúmer sitt á aðflutningsskýrslu (sbr. 15. gr. tollskrárlaga, nr. 1/1970) samkvæmt því, sem nánar er ákveðið í 2. gr.

Nú er vara, sem inn er flutt, tollfrjáls samkvæmt 2. gr. tollskrárlaga, og er innflytjanda þá eigi skylt að rita auðkennisnúmer sitt á aðflutningsskýrslu samkvæmt fyrri málsgr. þessarar gr. Sama gildir þegar innflutt vara er tollafgreidd samkvæmt 9. tölulið 3. gr. tollskrárlaga.

2. gr.

Einstaklingur, sem flytur inn vöru vegna fyrirtækis, sem bann rekur í eigin nafni, skal rita nafnnúmer sitt samkvæmt þjóðskrá á aðflutningsskýrslu. Einstaklingur, sem flytur inn vöru í eigin nafni af öðrum ástæðum, skal rita nafnnúmer sitt á aðflutningsskýrslu.

Innflytjendur aðrir en þeir, er um ræðir í fyrri málsgr. þessarar gr. skulu rita á aðflutningsskýrslu auðkennisnúmer sitt samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands, sbr. 1. málsgr. 5. gr. fyrirtækjaskrárlaga nr. 62/1969. Þetta ákvæði tekur til fyrirtækja með sérstöku heiti (firma), sem rekin eru af einstaklingi, enda hafi þau fengið auðkennisnúmer sem slík í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar.

3. gr.

Nú er innflytjanda, er um ræðir í síðari málsgr. 2. gr. eigi kunnugt um auðkennisnúmer sitt í fyrirtækjaskrá, og skal hann þá rita það á aðflutningsskýrslu samkvæmt fyrirtækaskrárgögnun, sem tollyfirvald hefur tiltæk í þessu skyni. Hafi slíkur innflytjandi ekki auðkennisnúmer í fyrirtækjaskrá samkvæmt þessum gögnum, skal hann rita athugasemd þar um á aðflutningsskýrslu. Sé hér um að ræða fyrirtæki, rekið af einstaklingi með sérstöku heiti (sbr. síðari málslið 2. málsgr. 2. gr.), skal hann - auk athugasemdar - tilgreina nafnnúmer sitt samkvæmt þjóðskrá.

4. gr.

Tollyfirvöld skulu hafa eftirlit með því, að innflytjendur tilgreini rétt auðkennisnúmer á aðflutningsskýrslu, m. a. með því að krefjast þess af hlutaðeigendum, að þeir sýni nafnskírteini eða skírteini, sem út verður gefið samkvæmt 1. málsgr. 5. gr. fyrirtækjaskrárlaga. Að því er varðar þá aðila, er um ræðir í síðari málsgr. 2. gr., skulu tollyfirvöld, þegar ástæða er til, sannreyna með uppslætti í fyrirtækjaskrárgögnum, að auðkennisnúmer á aðflutningsskýrslu sé rétt.

5. gr.

Tollyfirvaldi er óheimilt að taka aðflutningsskýrslu til tollmeðferðar, nema auðkennisnúmer innflytjanda sé tilgreint á henni, enda sé eigi um að ræða tilvik, er um ræðir í síðari málsgr. 1. gr. eða í 2. og 3. málslið 3. gr.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. málsgr. 16. gr. tollskrárlaga, nr. 1/1970, gengur í gildi 1. janúar 1971, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Fjármálaráðuneytið, 8. desember 1970.

Magnús Jónsson.

Jón Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica