Fjármála- og efnahagsráðuneyti

615/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þegar um er að ræða rafrænan reikning, þ.e. reikn­ing sem á uppruna sinn í rafrænu reikningakerfi skv. reglugerð nr. 505/2013, um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu raf­rænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa, skal reikn­ingurinn uppfylla ákvæði III. kafla þeirrar reglugerðar.
  2. 6. málsl. 3. mgr. orðast svo: Þegar um er að ræða rafrænan reikning skal ákvæði um frumrit, samrit og eintak í réttri röð eða söluuppgjörsyfirlit teljast uppfyllt þegar farið er eftir ákvæðum III. kafla reglugerðar nr. 505/2013.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:

  1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Frumrit kvittunar eða sölureiknings eða rafrænn reikn­ingur skal liggja til grundvallar færslu á innskatti vegna innborgunar á við­skipti, sbr. 7. gr.
  2. 4. mgr. orðast svo: Ef seljandi gefur út rafrænan reikning og kaupandi er ekki með rafrænt bókhaldskerfi er prentað eintak rafræna reikningsins skv. III. kafla reglugerðar nr. 505/2013 innskattsskjal hans. Auk þeirra form- og efniskrafna sem gerðar eru í 1. mgr. skal á prentuðu eintaki rafræns reiknings koma fram að hann uppfylli kröfur reglugerðar nr. 505/2013.
  3. Í stað orðins "sölureiknings" í 6. mgr. kemur: reiknings.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr.: Í stað orðanna "rafræns sölureiknings áritað um að hann sé úr rafrænu bókhaldskerfi" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: rafræns reiknings áritað um að hann sé úr rafrænu reikningakerfi.

4. gr.

3. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Um öryggisafrit rafræns bókhalds og raf­rænna bókhaldsgagna fer skv. 11. gr. reglugerðar nr. 505/2013.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 23. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. júní 2013.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Elín Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica