Fjármálaráðuneyti

526/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr.590/1987, um bifreiðagjald, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 590/1987, um bifreiðagjald,

með síðari breytingum.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bifreiðagjald skal vera 5,62 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreið þyngri en 1000 kg skal að auki greiða kr. 3,65 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. Þó skal aldrei greiða lægra gjald en 2.870 kr. né hærra gjald en 18.136 kr. af hverri bifreið á hverju gjaldtímabili.

2. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Fjárhæðir þær sem hér um ræðir skulu breytast í fyrsta sinn hinn 1. júlí 1994 í samræmi við mismun sem verður á byggingarvísitölu sem í gildi var hinn 1. júní 1994 og þeirri sem í gildi var hinn 1. janúar 1994.

3. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1993.

F. h. r.

Magnús Pétursson.

Bragi Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica