Fjármálaráðuneyti

564/1988

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Til staðgreiðsluskyldra launa, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, teljast, auk hvers konar endurgjalds fyrir vinnu, ökutækjastyrkir, hlunnindi, flutnings­peningar, ferðapeningar, dagpeningar og aðrar starfstengdar greiðslur, aðrar en þær sem samkvæmt reglugerð þessari er heimilt að halda utan staðgreiðslu.

 

2. gr.

Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætast þrír töluliðir svohljóðandi:

19. Greiðslur höfundarlauna til Íslendinga búsettra hérlendis er fram fara samkvæmt lögum nr. 73/1972, sbr. 5. gr. laga nr. 45/1987 með síðari breytingum, er ekki fari fram úr 120 000 kr. á ári.

20. Greiðslur launa til vistmanna elliheimila fyrir störf sem unnin eru í endurhæfingar­skyni, enda sé um að ræða greiðslur er viðkomandi elliheimili innir of hendi eða hefur milligöngu um og heildarfjárhæð, er hver vistmaður nýtur, fari ekki fram úr 120.000 kr. á ári.

21. Greiðslur, samkv. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 41/1983, um málefni fatlaðra.

 

3. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Fjárhæðir skv. 16., 17., 19. og 20. tölulið 1. mgr. þessarar greinar eru grunnfjárhæðir miðaðar við 1. desember 1987 og skulu þær breytast í samræmi við lánskjaravísitölu, sbr. 121. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

 

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 8. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1988.

 

Ólafur Ragnar Grímsson.

Lárus Ögmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica