Fjármálaráðuneyti

539/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattskyldra aðila.

1. gr.

1. tölul. 1. mgr. 9. gr. orðist svo: Ytri strimli, þ.e. kassakvittun viðskiptamanns. Strimillinn skal sýna sundurgreiningu viðskiptanna ásamt sérstöku auðkenni vegna sölu í hverju skatthlutfalli og dagsetningu viðskiptanna.

2. gr.

Á eftir 9. gr. reglugerðarinnar komi ný grein, er verði 9. gr. A, með fyrirsögninni Sérstakt auðkenni vöru eða vörupakkningar, svohljóðandi:

Smásöluverslunum skv. 8. gr. er skylt að auðkenna sérstaklega vörur sem um getur í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, með rauðri merkingu á viðkomandi vöru eða vörupakkningu eða sundurliða viðskiptin á reikningi eða fram komi á kassakvittun viðskiptamanns sambærileg sundurliðun og um ræðir í 5. gr., sbr. 3. og 4. tölul. 2. mgr. 4. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 23. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, sbr. 1. mgr. 21. gr. laganna og öðlast gildi 1. janúar 1994.

Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1993.

F. h. r.

Jón H. Steingrímsson.

Snorri Olsen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica