Fjármálaráðuneyti

560/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 545/1990, um lækkun, niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vörum vegna endursendingar, eyðileggingar, rýrnunar, skemmda, vöntunar eða end - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 545/1990, um lækkun, niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda af vörum vegna endursendingar, eyðileggingar, rýrnunar,

skemmda, vöntunar eða endursölu til útlanda o.fl.

 

1. gr.

                2. málsliður 1. töluliðar 9. gr. orðist svo:

                Hafi vara sannanlega átt að koma til landsins undir innsigli erlends tollyfirvalds, farmflytjanda eða erlends seljanda hennar, t.d. í innsigluðum gámi, má taka tillit til vöntunar þrátt fyrir að fresturinn sé liðinn enda sé tollstjóra þegar tilkynnt skriflega um vöntunina og staðfest af farmflytjanda og innflytjanda að vöntun hafi fyrst komið í ljós er innsigli var rofið. Framvísa skal innsiglinu óski tollstjóri eftir því. Vöntun skal því aðeins tekin til greina að tilkynning berist tollstjóra innan viku frá því að innsigli er rofið hvort sem vöntun kemur í ljós í geymslu fyrir ótollafgreiddar vörur eða í geymslu innflytjanda.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 112. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytinu, 22. október 1996.

 

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Bergþór Magnússon.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica