Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

672/2012

Reglugerð um innleiðingu á tilskipun ráðsins 2006/97/EB frá 20. nóvember 2006 um aðlögun tiltekinna tilskipana á sviði frjálsra vöruflutninga vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu (Opinber innkaup).

1. gr.

Breytingar á viðaukum við tilskipanir 92/13/EBE, 2004/17/EB og 2004/18/EB, á sviði opinberra innkaupa, sem kveðið er á um í tilskipun ráðsins nr. 2006/97/EB frá 20. nóvember 2006, um aðlögun tiltekinna tilskipana á sviði frjálsra vöruflutninga vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu, skulu öðlast gildi hér á landi.

Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2007 frá 26. október 2007. Með ákvörðuninni var tilvísun til tilskipunar 2006/97/EB bætt við XVI. viðauka (Opinber innkaup) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

Tilskipun 2006/97/EB er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19/2012, 29. mars 2012, bls. 1.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2007 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19/2008, 10. apríl 2008, bls. 1.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 7. gr. og 104. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 10. júlí 2012.

F. h. r.

Þórhallur Arason.

Guðrún Ögmundsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica