1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Almennt skal miða við að tímabundnar aðstæður vari ekki lengur en þrjú ár, sem þó er heimilt að framlengja í fimm ár þegar sérstaklega stendur á.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í B-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 15. júní 2011.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.