Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

933/2010

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 411/2008, um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegt innkaupaorðasafn vegna opinberra innkaupa.

1. gr.

Eftirfarandi bætist við 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 213/2008 frá 28. nóvember 2007 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2195/2002 um sameiginlegt innkaupaorðasafn (CPV) og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/17/EB og 2004/18/EB um reglur um opinber innkaup, að því er varðar endurskoðun á sameiginlega innkaupaorðasafninu (CPV), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2010 frá 29. janúar 2010 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.

Eftirfarandi bætist við 3. gr. reglugerðarinnar:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 213/2008 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 64/2010, 18. nóvember 2010, bls. 587.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2010 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 19/2010, 22. apríl 2010, bls. 26.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 78. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 18. nóvember 2010.

F. h. r.

Þórhallur Arason.

Haraldur Steinþórsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica