Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

605/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 440/2009, um tímabundna aukna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði auk annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga.

1. gr.

Orðin "hönnuða og eftirlitsaðila sem löggildingu hafa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum" í c) og d) liðum 1. gr. reglugerðarinnar falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi sem er sett með heimild í ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 2. gr. laga nr. 10/2009, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 25. júní 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica