Fjármálaráðuneyti

266/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Ein íbúð.

Eigi maður fleiri en eina íbúð, á hann einungis rétt á vaxtabótum með einni, þeirri sem ætluð er til eigin nota. Maður getur þó átt rétt á vaxtabótum vegna lána sem tekin eru vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem unnið er að endurbótum á í beinu framhaldi af kaupunum og ætlað er til eigin nota, þrátt fyrir að hann eigi á sama tíma húsnæði til eigin nota og njóti vaxtabóta vegna lána sem tengjast öflun þess húsnæðis. Á sama hátt getur réttur til vaxtabóta haldist vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum óháð byggingarstigi þar sem sala reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Réttur til vaxtabóta af þessum sökum helst allt að þremur árum. Við þessar aðstæður er útleiga íbúðarhúsnæðis heimil án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Réttur til vaxtabóta fellur þó ætíð niður þegar húsnæði telst ekki lengur til eigin nota.

2. gr.

Reglugerð þessi, er sett með stoð í B-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 26. febrúar 2009.

F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica