Fjármálaráðuneyti

916/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 755/2007, um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 4. gr. og hljóðar svo:

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 16. og 61. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, sbr. reglugerð fram­kvæmdastjórnarinnar nr. 2083/2005 um breytingu á viðmiðunarfjárhæðum í til­skipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB og 2004/18/EB og reglugerð fram­kvæmdastjórnarinnar nr. 1422/2007 um breytingu á viðmiðunarfjárhæðum í tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB og 2004/18/EB, skulu vera sem hér segir:

  1. 50.180.000 kr. þegar um er að ræða vöru- og þjónustusamninga,
  2. 627.270.000 kr. þegar um er að ræða verksamninga,
  3. 50.180.000 kr. þegar um er að ræða hönnunarsamkeppni.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 7. gr. og 78. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 8. september 2008.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Jónína B. Bjarnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica