Viðskiptaráðuneyti

581/1997

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld vátryggingafélaga, nr. 646/1995. - Brottfallin

1. gr.

                Í stað 2. mgr. 2. gr. kemur ný mgr., svohljóðandi:

                Félagið skal tryggja fjölbreytni og dreifingu eigna á móti vátryggingaskuld í samræmi við tegund þeirra skuldbindinga sem hvíla á félaginu. Taka skal tillit til þeirrar áhættu sem félagið ber og felst í fjárfestingu af tiltekinni tegund og skulu eignir á móti vátryggingaskuldbindingu félagins valdar í samræmi við það. Eignum sem ekki er hægt að selja með stuttum fyrirvara skal halda innan hóflegra marka. Ákvæði 7., 8. og 9. gr. eiga ekki við um skuldbindingar vegna líftryggingasamninga með fjárfestingaráhættu líftryggingataka nema að því marki sem í þeim felst loforð félagsins um vexti eða tiltekna útborgun.

 

2. gr.

                1. mgr. 5. gr. fellur niður.

 

3. gr.

                Á eftir 5. gr. bætast við fyrirsögn og ný grein, svohljóðandi:

Fjárfestingar vegna líftrygginga með fjárfestingaráhættu líftryggingataka.

5a. gr.

                Þegar skuldbinding samkvæmt líftryggingasamningi er með beinum hætti háð verðgildi eininga í verðbréfasjóði samkvæmt lögum nr. 10/1993 um verðbréfasjóði eða verðgildi eininga í sjóði sem er í vörslu vátryggingafélagsins, skal líftryggingaskuld vegna skuldbindingarinnar mætt með einingum sem samsvara, eins og hægt er, þeim einingum sem samningurinn kveður á um eða þegar slíkar einingar eru ekki til, með sömu eignum og að baki liggja.

                Þegar skuldbinding samkvæmt líftryggingasamningi er með beinum hætti háð gengi hlutabréfa eða annarri viðmiðun en fram kemur í 1. mgr. skal vátryggingaskuld vegna þessarar skuldbindingar mætt, eins og hægt er, annaðhvort með einingum sem taldar eru samsvara eignum sem vísað er til í samningnum, eða þegar einingar af því tagi eru ekki fáanlegar, með hæfilega öruggum og seljanlegum eignum samsvarandi eins vel og hægt er því sem samningurinn tekur mið af.

 

4. gr.

                Í stað 2. málsl. 4. mgr. 6. gr. kemur nýr málsl., svohljóðandi:

                Afleiðusamninga svo sem vilnanir, framvirka samninga og skiptasamninga má aðeins nota við mat á eignum sem samningarnir tengjast. Matið skal vera varfærnislegt og má aðeins nota afleiðusamninga sem stuðla að því að draga úr fjárfestingaráhættu og eru liður í að auka hagkvæmni fjárfestingarstjórnunar.

 

5. gr.

                9. gr. breytist og verður svohljóðandi:

                Hlutdeild í dótturfélagi sem hefur það hlutverk eitt að ávaxta eignir vátryggingafélagsins að öllu leyti eða að hluta skal metin sem hlutdeild félagsins í eignum dótturfélagsins.

                Vátryggingaeftirlitið getur krafist þess að eignir í öðrum dótturfélögum séu metnar á sama hátt.

 

6. gr.

                2. málsl. 2. mgr. 10. gr. breytist og verður svohljóðandi:

                Víkja má frá þeirri reglu, nemi eignir sem ættu að vera í tilteknum gjaldmiðli 7% eða minna af eignum samanlagt í öðrum gjaldmiðlum.

 

7. gr.

                Reglugerð þessi er sett í samræmi við 3. mgr. 34. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi með síðari breytingum, sbr. einnig 98. gr. sömu laga, og byggir á ákvæðum í 21., 22. og 23. gr. tilskipunar 92/96/ESB og ákvæðum í 21. og 22. gr. tilskipunar 92/49/ESB.

                Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 8. október 1997.

 

Finnur Ingólfsson.

Halldór J. Kristjánsson.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica