Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

741/2021

Reglugerð um innleiðingu framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1904 um afurðaíhlutun.

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) frá 14. júlí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 að því er varðar afurðaíhlutun. Reglugerðin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2020 frá 30. apríl 2020, með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993. Reglugerðin er birt á bls. 33 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 31. mars 2021.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 2. tölul. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 55/2021, um lykil­upplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta, öðlast gildi 1. júlí 2021.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. júní 2021.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Benedikt Hallgrímsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica