Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1094/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1165/2016, um fasta starfsstöð.

1. gr.

Á eftir 7. gr. reglugerðarinnar kemur nýtt ákvæði, svohljóðandi:

 

Heimaskrifstofa.

Starf innt af hendi á Íslandi frá vinnuaðstöðu á heimili eða eftir atvikum aðsetri launþega í þágu erlends vinnuveitanda, vegna starfsemi hans erlendis, myndar ekki fasta starfsstöð vinnu­veitand­ans enda séu öll eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

  a) Almennur vinnustaður launþegans hjá vinnuveitandanum er erlendis.
  b) Vinnan er innt af hendi frá vinnuaðstöðu sem launþeginn kemur sér upp á heimili sínu eða aðsetri án atbeina vinnuveitandans.
  c) Vinnuveitandinn hefur ekki aðgang að eða yfirráð yfir vinnuaðstöðunni.
  d) Vinnuframlagi launþegans er alfarið komið til skila í gegnum rafræna miðla til afnota í atvinnustarfsemi vinnuveitandans erlendis.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 7. mgr. 3. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekju­skatt, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. október 2020.

 

Bjarni Benediktsson.

Vilmar Freyr Sævarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica