Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

283/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1227/2019, um innheimtu þinggjalda og jöfnunargjalds á árinu 2020.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir almenn ákvæði reglugerðar þessarar um skyldu til fyrirframgreiðslu, gjalddaga, sbr. ákvæði 4. gr., og umsóknir um breytingar á fyrirframgreiðslu er lögaðilum heimilt án umsóknar að ákveða hvort þeir greiði fyrirframgreiðslu tekjuskatts lögaðila, samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, upp í álagningu 2020 á gjalddögunum 1. apríl, 1. maí og 1. júní, en eindagi er mánuði eftir gjalddaga. Ákvæði þetta á ekki við um fyrirframgreiðslu sérstaks fjársýsluskatts, sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og jöfnunargjalds alþjónustu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í a-lið 5. gr. laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 25/2020 öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 31. mars 2020.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.