Leita
Hreinsa Um leit

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1109/2019

Reglugerð breytingu á reglugerð nr. 381/2019 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2017/1800 frá 29. júní 2017 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 151/2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 skal gilda hér á landi með þeirri aðlögun sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 256/2018 frá 5. desember 2018 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 99/2019 frá 12. desember 2019, bls. 10-11. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 37/2019 frá 9. maí 2019, bls. 1-4.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. gr. laga nr. 15/2018, um afleiðuviðskipti, miðlæga mót­aðila og afleiðuviðskiptaskrár, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 12. desember 2019.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Guðmundur Kári Kárason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica