Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 26. jan. 2021

984/2019

Reglugerð um tæknilega framkvæmdastaðla varðandi málsmeðferðarreglur sem Fjármálaeftirlitið skal fylgja við samþykki á umsókn um aðlögun vegna samræmingar.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins vegna umsóknar um aðlögun vegna samræmingar.

2. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/500 frá 24. mars 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við samþykki eftirlitsyfirvalda á umsókn um aðlögun vegna samræmingar í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB.

Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 13-17.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 9. tölul. 87. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og öðlast hún þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. október 2019.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.